Sumarökuhraði hefur lækkað verulega á Hringveginum frá því á árinu 2004.

Hann hefur lækkað jafnt og þétt að árinu 2006 undanskildu þegar hann hækkaði. Ekki er hægt að meta umferðarhraðann að vetrarlagi því hann er það háður veðurfari.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þar kemur fram að á þessu tímabili hefur meðalökuhraðinn á tíu stöðum lækkað um einn km á klst á ári sem er mjög mikið og enn meira þegar miðað er við svokallaðan V85 hraða sem hefur lækkað um 1,5 km á klst á ári.

V85 er sá hraði sem 85 prósent ökumanna halda sig innan við en 15 prósent aka hraðar. Á þessu fjögurra ára tímabili hefur V85 hraðinn lækkað um 5,7 km á klst þ.e.a.s. úr 108,6 í 102,9.

Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar.