Stjórnendur japanska tæknifyrirtækisins Sony segja vandræðagang skila því að fyrirtækið skili tapi á síðasta rekstrarári, þ.e. frá mars í fyrra og til loka mars á þessu ári. Væntingar voru um það áður að fjárhagsleg uppstokkun og hagræðing innan Sony gæti skilað hagnaði.

Fram kemur í afkomuviðvörun Sony sem bandaríska dagblaðið Wall Street Journal fjallar um að tap fyrirtækisins geti numið um 50 milljörðum jena eða í kringum 55 milljörðum íslenskra króna. Það er engu að síður verulegur bati á milli ára en í hittifyrra nam tap Sony 128,37 milljörðum jena.

Sala á ýmsum tækjabúnaði fyrirtækisins hefur dregist mikið saman, ekki síst á myndavélum og sjónvörpum. Á móti hefur sala á símum Sony og leikjatölvan PS4 gengið vel. Sony hefur tekið verulega til í rekstrinum og losað sig við óhagkvæmar einingar innan fyrirtækisins. Þar á meðal hefur tölvureksturinn verið seldur.