Hinn færeyski Jákup á Dul Jacobsen, stofnandi Rúmfatalagersins, á eignir upp á átta milljarða króna beint eða óbeint í gegn eignarhaldsfélagið SMI ehf. SMI heldur utan um eignarhald á húseignum sem verslanir sem Jákup hefur komið að. Þar á meðal eru Rúmfatalagerinn, The Pier og Ilva.

DV fjallar um eignastöðu Jákups eftir gjaldþrot eignarhaldsfélagsins L-Investments . Kröfur í þrotabúið námu rúmlega 31 milljarði króna og fékk nánast ekkert upp í þær.

Jákup á 18% hlut í SMI á móti Arion banka og Landsbankanum.

Fram kemur í DV að bókfærðar eignir SMI nema 43 milljörðum krónum og er bókfært eigið fé þess jákvætt um sex milljarða.