Verð á pakkaferðum á Íslandi hefur hækkað um tæplega 42% í pundum milli ára og 28% í evrum að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins . Þar kemur fram að verð á veitingahúsum hefur hækkað um svipað. Rannsókarsetur verslunarinnar vann tölurnar fyrir Morgunblaðið.

Að sögn greiningaraðila eru verðbreytingarnar svo miklar að þær hljóta að hafa áhrif á neyslu ferðamanna, til að mynda gæti svo verið að tekjuminna fólk hætti við ferð til Íslands. Annað dæmi sem nefnt er í greininni er að verð á leigubíl kostar 40% meira í jenum en fyrir ári og gisting kostar 26% meira í dollurum.

Einnig bendir hagfræðingur RSV á að þótt að verðbólga á Íslandi mælist lítil sé verðbólga í þjónustu, hvort sem að það er í ferðaþjónustu eða í öðrum þjónustuliðum. Ef litið er til spennu á vinnumarkaði fari verð á þjónustu á Íslandi hækkandi sem gæti smitað yfir í verð fyrir algenga þjónustu fyrir ferðamenn.