Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að aflagjald hafnarinnar hækki úr 1,28% í 1,60% af aflaverðmæti og nemur hækkunin því 25%. Jafnframt er lagt til að greitt verði gjald á hvern farþega sem um höfnina fer með bátum og skipum. Leggur hafnarstjórn til að greiddar verði 220 krónur á hvern farþega sem um höfnina fer eins og kemur fram í frétt á heimasíðu Bæjarins besta.

Er þetta gert samkvæmt heimild í hafnarlögum sem sett voru á síðasta ári. Þá var einnig ákveðið að leggja öryggisgjald á skip sem falla undir svokallaðar ISPS reglur. Greiða þau skip 28 þúsund krónur fyrir hverja komu í höfn. Einnig ákvað hafnarstjórn að leggja til 3,5% hækkun á almennum töxtum hafnarinnar. Tveir hafnarstjórnarmanna, Kristján Andri Guðjónsson og Jóhann Bjarnason, létu bóka að þeir taki ekki afstöðu til hækkunar aflagjalds.

Fréttin er tekin af vefsíðu Bæjarins Besta á Ísafirði.