Námufyrirtækið Anglo American's sem á 45% hlut í De Beers sem er stærsti demantaframleiðandi í heimi og hefur dregið stórlega úr sinni námuvinnslu í Botswana. Hefur demantavinnsla í námum De Beers hrapað um 90% eða úr 11.774 karötum í 1.082 karöt á fyrsta ársfjórðungi 2009 samkvæmt frétt Times Online í dag.   Framboð á demöntum í heiminum minnkar nú hröðum skrefum þar sem hægt hefur á námuvinnslu vegna minnkandi eftirspurnar eftir málmum og ýmsum steinefnum.   Greinir Times Online frá því að færri demantar séu nú grafnir upp í námum fyrirtækja í eigu Anglo American's. Sömu sögu sé að segja af kolavinnslu fyrirtækisins. Hafi framleiðsla samsteypunnar dregist saman um 6% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.