Umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins dróst verulega saman á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum eða um 3,2% samkvæmt tölum Vegagerðarinnar. Er þetta er mesti samdráttur í langan tíma. Í apríl var samdrátturinn sláandi miðað við mánuðinn á undan eða frá -6,6% á Suðurlandi í -15,4% á Austurlandi þar sem samdrátturinn var mestur.

Þegar rýnt er í tölur Vegagerðarinnar kemur í ljós að frá áramótum er nemur meðaltals samdrátturinn á umferð -3,2%. Í apríl sl. var hins vegar mikill samdráttur á umferðinni miðað við mars 2010. Á Suðurlandi nam samdrátturinn -6,6%, þá var hann -7,8% á höfuðborgarsvæðinu,  á Vesturlandi var hann -11,7%, á Norðurlandi -10,7% en mestur var samdrátturinn á Austurlandi eða -15,4%.

Er þetta kúvending miðað við sama mánuð 2009. Þá var 31,2% aukning á milli mánaða á Austurlandi. Á Suðurlandi var aukningin þá 8,1%, á Vesturlandi 12%, á Norðurlandi 21% en höfuðborgarsvæðið skar sig þá úr með -2% minnkun.