Innlendur efnahagsbati heldur áfram þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi og undanfarnar vaxtahækkanir bankans. Þetta staðfesta m.a. þjóðhagsreikningar Hagstofunnar sem birtir voru í morgun. Tölur Hagstofunnar benda til þess að verulegur upptaktur sé kominn í atvinnuvegafjárfestingu og íbúðarhúsnæðisfjárfestingu. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á fundi með blaðamönnum rétt í þessu.

Hann sagði líklegt að aðhald peningastefnunnar myndi aukast á komandi mánuðum, hvort sem það yrði gegnum lækkun verðbólgu eða hækkun nafnvaxta.