Háir skattar á vinnandi fólk draga úr styrk Dana í alþjóðahagkerfinu.

Þetta kom fram í máli Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, gær, á fundi norrænu forsætisráðherranna í Riksgränsen í Norður-Svíþjóð þar sem rætt er um alþjóðavæðingu og áhrif hennar og hvernig megi styrkja stöðu Norðurlandanna og samkeppnishæfni þeirra.

„Ef við eigum að ná að tryggja samkeppnishæfni okkar á alþjóðavísu verður að lækka skatt á vinnu," sagði Anders Fogh að því er fram kemur í frétt á vef TV2 í Danmörku.

En í henni segir að þeir ókostir sem Norðurlöndin burðist með komi æ meira niður á þeim, eins og í skattamálum og skattlagningu. „Þetta er verkefni fyrir Danmörk, Noreg, Svíþjóð og Finnland en Ísland stendur betur að vígi hvað það varðar,“ segir í fréttinni.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .