Davíð Oddsson, sem mun taka við formennsku bankastjórnar Seðlabankans, gæti orðið besti seðlabankastjóri sem Ísland hefur átt. Þrátt fyrir að hafa verið mjög farsæll forsætisráðherra á mestu uppgangstímum í sögu þjóðarinnar og verið eignað það að hafa náð niður verðbólgunni og náð tökum á ríkisfjármálum er hins vegar ekki sjálfgefið að hann verði góður seðlabankastjóri eins og kemur fram í ítarlefri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag.

Þrátt fyrir að Davíð sé ekki hagfræðingur og ekki ráðinn í starfið á faglegum forsendum, rétt eins og gert er í öllum þeim löndum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við, þarf það ekki að há honum svo mikið. Ástæðan er sú bankastjórarnir eru ekki einir í myrkrinu þegar kemur að því að taka ákvarðanir um stýrivexti. Að baki ákvarðanatöku bankastjóranna eru ráðleggingar sem þeir fá frá sérfræðingum í peningamálahagfræði innan bankans. "Það sem seðlabankastjóri þarf að hafa er innsýn inn í efnahagsmál. Hann þarf að vera trúverðugur, samkvæmur sjálfum sér og formfastur. Hann þarf að vera sannfærandi og fá fólk til að trúa sér. Alla þessa eiginleika hefur Davíð," sagði einn viðmælandi blaðsins.

Sjá fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag.