Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er til skoðunar innan Eimskipafélagsins að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands.

Ef það yrði væru það sannarlega ákveðin tímamót þar sem félagið hefur verið í kauphöllinni nánast frá byrjun.

Gengi Eimskipafélagsins hefur nú lækkað um 24% frá áramótum og 96,8% síðustu 12 mánuði, mest allra skráða félaga í Kauphöllinni en gengið er nú 0,95 á hvern hlut samkvæmt Markaðsvaktinni.

Síðustu sjö viðskiptadaga hafa viðskipti með bréf í félaginu numið um 3,5 milljónum króna en þó aðeins í tveimur viðskiptum. Frá áramótum hafa verið viðskipti með bréf í félaginu fyrir um 20,3 milljónir króna.