*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 19. febrúar 2009 08:05

Verður Eimskipafélagið afskráð?

Ritstjórn

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er til skoðunar innan Eimskipafélagsins að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands.

Ef það yrði væru það sannarlega ákveðin tímamót þar sem félagið hefur verið í kauphöllinni nánast frá byrjun.

Gengi Eimskipafélagsins hefur nú lækkað um 24% frá áramótum og 96,8% síðustu 12 mánuði, mest allra skráða félaga í Kauphöllinni en gengið er nú 0,95 á hvern hlut samkvæmt Markaðsvaktinni.

Síðustu sjö viðskiptadaga hafa viðskipti með bréf í félaginu numið um 3,5 milljónum króna en þó aðeins í tveimur viðskiptum. Frá áramótum hafa verið viðskipti með bréf í félaginu fyrir um 20,3 milljónir króna.