Markaðsaðilar eru nú farnir að  halda að það geti verið lengra í frjálsa fjármagnsflutninga en margur heldur.

Líklegt er talið að Seðlabankinn reyni að koma á óheftum gjaldeyrisviðskiptum með allt sem tengist viðskiptum með vörur og þjónustu, sem og afborganir og vaxtagreiðslur af erlendum skuldum og sem og arðgreiðslur o.þ.h. sem tengist hlutafjáreign.

,,Hinn stóraukni forði gerir þetta tiltölulega þægilegt viðfangs. Hreinir fjármagnsflutningar gætu hins vegar verið lengra undan, a.m.k. tel ég litlar líkur á að þeir verði gefnir frjálsir hérna megin við áramót, og hugsanlega ekki fyrr en nokkuð er liðið á 2009," sagði einn sérfræðingur sem haft var samband við.