Á samráðsfundi stjórnvalda og samtaka atvinnulífsins í gær töldu menn sig hafa fengið þau skilaboð að ráðist yrði í fleytingu krónunnar öðru hvoru megin við helgi.

,,Það er auðvitað ekki útilokað að það komi tilkynning eftir lokun markaða í dag, og hafist verði handa á morgun," sagði sérfræðingur í bankakerfinu.

,,Mér sýnist samt vera býsna tæpur tími til stefnu, og líklegra að tilkynningin komi annað hvort á morgun eða strax eftir helgi.,Miðað við áhersluna í aðgerðaráætlun stjórnvalda og IMF á trúverðugleika í aðgerðum Seðlabanka á næstunni hlýtur bankinn að vilja kynna aðgerðirnar almennilega, helst með blaðamannafundi og einhvers konar stefnuyfirlýsingu, áður en hafist verður handa."