Forsvarsmenn raforkumála á Vestfjörðum bíða nú í ofvæni eftir svokallaðri Vestfjarðaskýrslu Landsnets um úttekt á hvernig bæta megi úr afleitri stöðu raforkumála og lélegu afhendingaröryggi raforku í fjórðungnum. Þar er bent á nokkrar leiðir til að tryggja rekstraröryggið á Vestfjörðum m.a. með auknu afli frá dísilrafstöðvum. Til stóð að birta ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrsluna fyrir helgi, en það næst ekki.

Íris Baldursdóttir, deildarstjóri kerfisþróunar hjá Landsneti, segir að í skýrslunni séu skoðaðir ýmsir kostir sem til álita komi varðandi úrbætur á Vestfjörðum. Segir hún  þrjá þætti einkum hafa komið til skoðunar er varða bætt afhendingaröryggi á Vestfjörðum og til viðbótar við þau verkefni sem nú þegar er unnið að er varða endurbætur innan 66 kV flutningskerfisins á Vestfjörðum. Það er styrking Vesturlínu, tenging aukinnar orkuvinnslu innan svæðis, t.d. í Mjólkárvirkjun eða ný Hvalárvirkjun á Ströndum og aukið endurbætt varaafl með dísilvélum eða annarri tækni.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.