Miklar vangaveltur eru nú um að Apple hyggist skella nýstárlegri tölvi inn á markaðinn fyrir jólin. Samkvæmt vefúgáfu Telegraph er rætt um að Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple, kynni nýjungina strax í september næstkomandi. Hér er um að ræða tölvu sem er í raun bara eins og skjár.

Þeir sem hafa fylgst með vísindaskáldskap ættu að kannast við slíkan grip en þar er búið að blanda saman tölvu og skjá þannig að notandinn getur í raun og veru verið með gripinn í höndunum hvar sem honum hentar. Hefur gripurinn fengið vinnuheitið Taflan eða Tablet. Um stærð gripsins eða útlit er lítið vitað en talið er að stærðin geti orðið einhversstðar mit á milli iPhone og MacBook. Apple hefur nú selt um 200 milljónir iPods síðan hljóðhlaðan kom á markað 2001. Því bíða men sem fyrr spenntir eftir nýjungum frá félaginu.