Árshækkun vísitölu framleiðsluverðs mældist 22,4% í janúar 2007. Verðvísitala afurða stóriðju hækkaði á sama tíma um 42,0%, verðvísitala sjávarafurða hækkaði um 28,6% og verðvísitala matvælaframleiðslu hækkaði um 7,1% að því er kemur fram í upplýsingum frá Hagstofunni.

Í nýju hefti Hagtíðinda er rakin þróun vísitölunnar frá því hún var fyrst gefin út árið 2004 auk þess sem aðferðafræðibreytingum, tíðni og umfangi birtinga eru gerð skil.