Stofnfundur Pírata á Vestfjörðum var haldinn á laugardaginn síðastliðinn. Kosið var í stjórn félagsins en formaður þess er Herbert Snorrason, gjaldkeri er Ásmundur Gunnar Ásmundsson og ritari er Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir. Greint er frá þessu á vef vikublaðsins Bæjarins Besta .

Á fundinum var samþykkt tilllaga um að auka dreifstýringu, en í því felst að stofna skuli svokallaðar héraðsstjórnir sem hafi sjálfstætt fjárveitingarvald og muni taka að sér ýmis verkefni sem sveitarfélögum hafi verið falið. Heimilt verði að afturkalla sameiningar sveitarfélaga og ef vinna að þessu verði ekki hafin fyrir árslok 2017 þá skuli Vestfirðir segja sig úr lögum við lýðveldið Ísland.

Fram kemur að þessi tillaga sé í stefnu við grunnstefnu Pírara um að draga eigi úr miðstýringu og efla skuli rétt til sjálfsákvörðunar.