Íslenska strandlínan er umfjöllunarefni á vefsíðunni Live Science, en í anda hátíðanna eru þeir sagðir líkjast jólatrjám.

Á vefsíðunni má sjá myndir, sem teknar voru af Íslandi frá evrópska gervihnettinum Envisat og með góðum vilja má vissulega sjá útlínur einhvers konar barrtrjáa í strandlínunni.

Myndirnar eru einkum frá Vestfjörðum, en horfa má á myndband tengt þessu á vefsíðu Live Science.