Íbúum Vestfjarða heldur áfram að fækka og er fækkunin þar í ár sú mesta á landsvísu eða 3,2%.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 7.129 íbúar á Vestfjörðum þann 1. desember síðastliðinn á móti 7.363 íbúum á sama tíma 2009 og 7.374 árið 2008. Þegar litið er til lengri tíma verða tölurnar þó sláandi.

Ef miðað við fækkunina síðastliðin 10 ár, þá nemur hún á því tímabili 787 íbúum eða sem svarar nær öllum íbúum í Strandasýslu árið 2000. Fyrir fimm árum eða 1. desember 2005 voru íbúar Vestfjarða 7.546 talsins. Þeir voru 8.150 árið 2000 og 8.534 árið 1997.

Á þessum 13 árum hefur íbúum Vestfjarða fækkað um 1.171 eða meira en öllum íbúum Bolunarvíkur árið 1997. Þar í bæ var íbúafjöldinn 1.094 árið 1997 en var 1. desember 2010 samtals 887.