Stjórn Vestia, dótturfélags Landsbankans, hefur ákveðið að setja eignarhluti félagsins í þremur atvinnufyrirtækjum í formleg og opin söluferli á næstunni.

Þetta kemur fram á vef Vestia en um er að ræða eignarhluti í lyfjadreifingarfyrirtækinu Parlogis hf., plastframleiðslufyrirtækinu Plastprent hf., og dönsku rækjuvinnslunni Cimbric Fiskekonsverses A/S.

Þá segir að við ráðstöfun félaganna verði gætt gagnsæis og jafnræðis fjárfesta og upplýsingar um öll söluferli og niðurstöður þeirra verði birt þegar þar að kemur á vefsíðu Vestia.

Fram kemur að söluferlin verða opin öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði þess efnis að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.

Sjá nánar á vef Vestia.