Eignarhaldsfélagið Vestia ehf., dótturfyrirtæki Landsbankans, hefur eignast 65% hlut í danska fiskvinnslufyrirtækinu Cimbric Fiskekonserves A/S. Þetta gerist eftir yfirtöku á eignarhlut ADB Holding Vogn A/S. Eigandi 35 % eignarhlutsins er Larsen Danish SeafoodA/S sem er í eigu íslensku fjárfestanna Eiríks Sigurðssonar og Sindra Sindrasonar.

Cimbric var stofnað árið 1964 og er gamalgróið þekkt nafn í rækjuvinnslu í Danmörku. Meginstarfsemi Cimbricfelst í pökkun á rækju og öðrum skelfisk sem er dreift til smásöluaðila, stóreldhúsa og annarra notenda. Fyrirtækið er meðstarfsemi í Vogn á Jótlandi og Frederikshavn. Félagið dreifir vörum sínum að langmestu leyti til aðila innan Danmerkur, en útflutningur er þó einnig til m.a. Ítalíu og Þýskalands.

Heildarfjöldi starfsmanna í Cimbricerum 38 manns. Forstjóri er Britt Vernegren-Kærn.

Í frétt á heimasíðu Vestia er tekið fram að eignarhald Vestia á félaginu er tímabundið og mun eignarhluturinn verða seldur í opnutilboðsferli seinni hluta árs 2010.