Vestfirðingar verða að fara að skipuleggja ferðaiðnaðinn áður en það verður of seint, að sögn Ásgerðar Þorleifsdóttur, eins eigenda fyrirtækisins Borea. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að Borea er með skútuferðir til Jökulfjarða en þar fara ferðamenn í land og renna sér niður fjöllin á skíðum. Í vor hafi franskri skútu veriðr lagt við hlið skútu Borea og hópur franskra ferðamanna farið í skíðaferð við hlið hinna. Ásgerður segir þetta bagalegt ef auglýstar ferðir eru í óbyggðum.

Í blaðinu segir ennfremur frá því að ferðaþjónustufyrirtækið Bergmenn ehf. hafi fengið einkaleyfi fyrir flutninga fyrir ferðamenn í óbyggðir í Dalvíkurbyggð. Ákvörðunin hefur verið umdeild.