*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 31. maí 2013 13:54

Vestmannaeyjabær framselur kauptilboð á Portlandinu

Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsrétt á dragnótaskipi og hefur framselt kauptilboðið til tveggja útgerða í bænum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að framselja kauptilboð á dragnótaskipinu Portland VE97 til útgerðarfélaganna Dala Rafns ehf. og Útgerðafélagsins Glófaxa ehf., en í gær var greint frá því að bærinn hefði ákveðið að nýta forkaupsrétt á skipinu og ganga inn í kauptilboð á því.

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir að útgerðarfélögin tvö hafi óskað eftr viðræðum við bæinn eftir að greint var frá því að bærinn ætlaði að nýta forkaupsréttinn. Félögin séu rótgrónar fjölskylduútgerðir og að með samkomulaginu hafi verið tryggt að aflaheimildir, sem fylgi Portlandinu, fari ekki frá Vestmannaeyjabæ.