Afgangur A og B hluta Vestmannaeyjabæjar nam 385 milljónum samkvæmt ársreikningi bæjarins. En árið 2016 nam afgangurinn 417 milljónum. Rekstartekjur bæjarins námu 4,7 milljörðum króna og hækkuðu um 60 milljónir milli ára. Stærsti liðurinn var útsvar og fasteignaskattur sem námu 2,6 milljörðum króna. Rekstrargjöld námu 4,4 milljörðum og þar af voru laun- og launatengd gjöld 2,45 milljarðar en árið á undan voru þau 1,76 milljarðar.

Eignir A og B hluta ársreikningsins námu 12,7 milljörðum króna og skuldahlutfallið nam 110,4%.

Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum tapaði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta vegna klofnings í flokknum. En framboðið Fyrir Heimaey hlaut góða kosningu.