Rétt rúmlega 553 milljóna króna afgangur varð af rekstri Vestmannaeyjabæjar í fyrra. Þetta er sjötta árið í röð sem afgangur er að rekstri bæjarins.

Fram kemur í uppgjöri bæjarins að rekstrartekjur námu 4.126 milljónum króna og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3.573 milljónum króna.

Fram kemur í tilkynningu frá bæjarstjórn að Vestmannaeyjabær hafi á seinustu árum verið að greiða niður áratuga gamlar skuldir. Hann hefur nú greitt niður skuldir upp á 5,3 milljarða króna síðan árið 2006. Heildar vaxtaberandi skuldir á íbúa eru nú innan við 215 þúsund krónur.

Með reglulegum afborgunum upp mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar 2013.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar 2013.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Elliði Vignisson er bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.