Í fyrsta skipti í 60 ára sögu Atlantshafsbandalagsins (NATO), sækir Rússland leiðtogafund NATO í Búkarest í Rúmeníu, sem hófst í gær og stendur fram til föstudags.

Tvö málefni bera hæst á fundinum: Tillögur að frekari stækkun NATO og hernaðargerðir bandalagsins í Afganistan. Verkefni NATO í Afganistan - sem átti að sýna fram á getu og tilgang bandalagsins eftir lok kalda stríðsins og taka þátt í endurreisnarverkefnum eftir að hefðbundnum hernaðarátökum lýkur - er nálægt því að riða til falls: Aðgerðirnar í Afganistan hafa afhjúpað sundrungu í stað þess að leiða til sameiningar.

Í nýlegri skýrslu James Jones, fyrrum hershöfðingja NATO, er máluð dökk mynd af ástandinu: „NATO er að bíða ósigur í Afganistan“ og trúverðugleiki bandalagsins er að veði.

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .