Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 15. janúar til og með 21. janúar 2016 var 154. Það er aukning sem nemur um 2% milli vikna. Þar af voru 113 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 7 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 45,7 milljónir króna. Heildarveltan dróst saman milli vikna, en var 7,1 milljarður í síðustu viku.

Á sama tíma var 16 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 271 milljón króna og meðalupphæð á samning 16,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 9 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og  6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 294 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 141 milljón króna og meðalupphæð á samning 23,4 milljónir króna.