Vetnisstöðin við Vesturlandsveg verður opnuð almenningi á morgun. Þessi áfangi markar upphaf á nýju vistverkefni sem VistOrka og Íslensk NýOrka standa að og kallað er SMART-H2 (Sustainable Marine and Road Transport, Hydrogen in Iceland). Markmið SMART-H2 er að koma 25-40 vetnisbílum í umferð hérlendis fyrir árslok 2009.

10 nýir vetnisbílar afhentir

Í fréttatilkynningu vegna opnunarinnar segir að af þessu tilefni mun VistOrka afhenda 10 nýja vetnisbíla til fyrirtækja sem fest hafa kaup á þeim. Þetta eru 10 Toyota Prius bifreiðar sem upphaflega voru smíðaðir af Toyota en hefur verið breytt í vetnisbíla af fyrirtækinu Quantum í Kaliforníu. Fyrirtækin sem fá afhenda vetnisbílana eru: Orkuveita Reykjavíkur (4 bílar), bílaleigan Hertz (3 bílar) og Landsvirkjun (2 bílar).

VistOrka mun halda eftir einum vetnisbíl fyrst um sinn til að gera á honum ýmsar athuganir og tilraunir en síðan fyrsti efnarafalbíllinn kom til landsins í júlí hefur hann verið í stöðugri notkun og gengið vel.