Dagana 21. og 22. febrúar 2014 heldur rannsóknarhópur á vegum Norræna sumarháskólans (NSU) vetrarmálstofu við Háskólann á Akureyri undir heitinu Transformations in welfare in the Nordic countries. Norræni sumar­háskólinn er norrænt tengslanet um rannsóknir og þverfaglega menntun.

Markmið samstarfsins er að veita fræðimönnum og nemendum vettvang til að kynna og ræða viðfangsefni sín og verkefni og þróa nýjar hugmyndir. Á vegum NSU starfa átta þverfaglegir þemahópar. Hver hópur fær þriggja ára ára stuðning til að vinna að eigin verkefni. Rannsóknarhóparnir halda að öllu jöfnu vetrarmót hver fyrir sig en á sumrin hittast allir hóparnir á sameiginlegri ráðstefnu þar sem þeir kynna vinnu sína hver fyrir öðrum.