Harpa Magnúsdóttir er stofnandi, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hoobla. Fyrirtækið hjálpar sérfræðingum að finna verkefni og fyrirtækjum og stofnunum að fá réttu sérfræðingana til liðs við sig. „Hugmyndin kemur upp í febrúar í fyrra, en þar áður hafði ég unnið í fimmtán ár hjá ORF Líftækni.““

Félagið leggur áherslu á minni og millistór fyrirtæki. „Við sjáum að við getum hjálpað þeim mikið. Mér finnst ótrúlega gaman að geta orðið þess valdandi að minni fyrirtækin geti haft aðgang að sérfræðingum, af því að þessi valmöguleiki hefur ekki verið í boði á Íslandi.“

Úr 30 sérfræðingum í 400

Harpa nýtti síðastliðið sumar til að fá sérfræðinga til liðs við Hoobla. „ Þegar ég opnaði Hoobla í september 2021 vorum við með 30 sérfræðinga. Síðan þá hefur orðin ákveðin stigmögnun og tengslanetið stækkað. Í dag eru meira en 400 sérfræðingar sem starfa fyrir Hoobla, en 1. apríl síðastliðinn varð Akademias helmingshluthafi í Hoobla.“

Akademias er vettvangur fyrir menntun og þjálfun starfsfólks. Vörumerki félaganna tveggja hafa því verið tengd saman og segir Harpa mikil samlegðaráhrif með sameiningunni. „Þetta styrkir starfsemi Hoobla til muna. Akademias þjónar fyrirtæki með fræðslu og námskeið, á meðan við erum að þjóna þeim með sérfræðingum.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.