Bandaríski Seðlabankinn hefur hækkað vexti í 4%, eða um 25 punkta, segir í frétt Reuters. Þetta er í tólfta skipti sem bankinn hækkar vexti sína í röð og hafa vextir þar í landi ekki verið hærri í fjögur ár.

Sérfræðingar spá því að bankinn muni hækka vexti sína enn frekar á næstunni þrátt fyrir nýlegar náttúrhamfarir. Seðlabankinn sagði í tilkynningu að náttúruhamfarirnar myndu líklega ekki hægja á hagvexti.