Stjórn Englandsbanka hefur ákveðið að hækka ekki stýrivexti sína og haldast þeir óbreyttir í 4.5%. Bankinn greindi frá þessu í dag.

Stýrivextirnir hafa haldist óbreyttir í níu mánuði og ákvörðun Englandsbanka í takt við væntingar greiningaraðila, sem búast þó við vaxtahækkunum á árinu.

Seðlabanki Evrópu mun tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína síðar í dag, en grunnvextir á evrusvæðinu eru 2,5%.