Seðlabanki Bandaríkjanna mun ekki breyta stýrivaxtastefnu sinni núna tveimur vikum fyrir kosningar. Aftur á móti virðast orð Janet Yellen benda til þess að vextir muni hækka í lok árs, en hún segir rökin fyrir vaxtahækkunum hafa styrkst umtalsvert upp á síðkastið.

Þetta gæti þýtt að að peningastefnunefndin taki sig til og hækki vexti núna í desember, þegar hún hittist í seinasta sinn á árinu. Í tilkynningu frá seðlabankanum kemur fram að bankinn ætli sér þó að meta stöðuna og stíga varlega til jarðar í öllum ákvörðunum varðandi framtíð peningamálastefnunnar.

Aðilar á mörkuðum hafa einnig verið að vænta þess í langa tíð að seðlabankinn hækki vexti.