Englandsbanki hækkaði stýrivexti sína í gær úr 5,25% í 5,5%. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir hækkuninni en hún gerir það að verkum að stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár.

Í tilkynningu frá bankanum kom meðal annars fram að undirliggjandi verðbólguþrýstingur væri í hagkerfinu, vöxtur væri traustur og fjárfesting væri meiri en gert hafði verið ráð fyrir.