Vextir íbúðalána Íbúðalánasjóðs eru nú 4,15% í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sjóðsins. Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað á fundi sínum þann 20. nóvember, að útlánsvextir íbúðalána, ÍLS-veðbréfa, viðbótarlána og lána annarra lánaflokka en leiguíbúðalána samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 354/1999 um lánaflokka Íbúðalánasjóðs verði 4,15% frá og með 22. nóvember 2004.

Vaxtaákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóðs byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa 19. nóvember s.l. Vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða án þóknunar er 3,48% en 3,55%, með þóknun. Vaxtaálag vegna rekstrar, varasjóðs og uppgreiðsluáhættu er sem fyrr 0,6%.

Útlánsvextir ákvarðast því 4,15%.