Íbúðalánsjóður hefur hækkað vexti af útlánum. Íbúðarlán með uppgreiðsluákvæði hækka í 5,3% en lán án uppgreiðsluákvæðis í 5.5%.  Hækkunin kemur í framhaldi af útboði á íbúðabréfum í morgun.  Í Morgunkorni Glitnis segir að alls hafi borist tilboð að nafnverði 24,0 milljarða króna en að sjóðurinn hafi eingöngu tekið tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa HFF44 að nafnverði 5,2 milljarða króna.