Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að halda útlánavöxtum óbreyttum. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði eru 4,4% og 4,9% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis, samkvæmt vaxtaákvörðun sjóðsins.

Vaxtaákvörðun sjóðsins byggir á ávöxtunarkröfur í útboði bréfa sem var haldið 30. september sl., ásamt vegum fjármagnskostnaði uppgreilsna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir þessara bréfa eru 3,54%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,45%, vegna útlánaáhættu 0,45% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,5%.