Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hans mesta áhyggjuefni út frá efnahagslegu sjónarmiðið vera ef kórónuveiran fari aftur að dreifa sér um samfélagið á ný. „Ef veiran kemur aftur upp og farið verður í frekari lokunaraðgerðir mun það strax hafa áhrif. En það er ekkert sem segir að efnahagsbatinn geti ekki gerst hratt ef veikin gengur niður.“

Fyrir örfáum misserum áttu fæstir Íslendingar von á að sjá 1% stýrivexti hér á landi. Ásgeir segir að Seðlabankinn sé reiðubúinn að lækka vexti enn frekar sé þess þörf, en hvort af því verði velti á efnahagsbatanum. „Við erum komin lengra í hagstjórn en við vorum.“

Verðbólga er enn á verðbólgumarkmiði og Íslendingar hafi ekki stytt sér leið eins og oft hefur gerst í efnahagskreppum fyrri ára heldur beitt nokkuð hefðbundinni peningastefnu. Ásgeir segist vonast til þess að trúverðugleiki Seðlabankans haldist þannig að til framtíðar verði vaxtastig hér á landi lægra en ella.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .