Vextir leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs með breytilegum vöxtum hafa verið hækkaðir úr 5,25% í 5,40%.

Þetta kemur fram á vef Íbúðalánasjóðs en hækkunin miðast við 1. janúar 2009.

Þá kemur fram á vef sjóðsins að á liðnu ári voru nær öll lán til almennra leiguíbúða úr þessum flokki, en lengst af þeim tíma sem þessi lánaflokkur hefur verið í boði hefur hann verið rekinn á neikvæðum vöxtum.

„Því samþykkti stjórn Íbúðalánasjóðs að hækka vextina til þess að jafnvægi verði náð í lánaflokknum,“ segir á vef sjóðsins.