Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag eða fyrir 17 milljarða. Ávöxtunarkrafa Íbúðabréfa lækkaði mikið í kjölfar tilkynningar KB-banka um að bjóða lán til fasteignakaupa á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður. Markaðasaðilar reikna því með minnkandi framboði Íbúðabréfa en líklegt er að markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs muni fara lækkandi á næstunni í kjölfar harðnandi samkeppni.

Í Hálffimm fréttum KB banka er bent á að ávöxtunarkrafa 20 ára Íbúðabréfa (HFF24) lækkaði um 15 punkta og hækkaði gengið þar af leiðandi um 1,3%. Ávöxtunarkrafa 40 ára bréfanna (HFF44) lækkaði um 9 punkta og hækkaði gengið um einnig um 1,3%. En þar sem að líftími 40 ára bréfanna er lengri eru þau næmari fyrir vaxtabreytingum og þar af leiðandi hafa minni hreyfingar í kröfunni meiri áhrif á verð bréfanna. Eftir viðskipti dagsins í dag er innlent raunvaxtastig milli 3,7% og 3,8% og stendur ávöxtunarkrafa HFF24 í 3,81% HFF34 í 3,78% og HFF44 í 3,74%.