Svissneskur franki
Svissneskur franki
Stýrivextir Seðlabankans í Sviss eru nú nærri 0%, eftir vaxtaákvörðun bankans í morgun. Í yfirlýsingu sagði bankinn að núverandi styrkur svissneska frankans ógni hagvexti sem og verðstöðugleika í landinu. Svissneski frankinn hefur styrkst töluvert að undanförnu gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins.

Svissneski frankinn veiktist nokkuð duglega gagnvart evru og dollar í kjölfar ákvörðunar bankans, um 2,1% gagnvart evru og um rúmlega 1% gagnvart dollarnum.