Frá og með 1. ágúst breytast vextir verðtryggðra lána úr 6,3% í 6,05%. Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.

Seðlabankinn birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Vextir haldast óbreyttir fyrir utan vexti verðtryggðra lána, og eru því eftirfarandi:

Vextir óverðtryggðra lána eru 18,5%. Vextir skaðabótakrafna eru 12,3%. Vextir verðtryggðra lána eru 6,3% en verða 6,05% frá og með 1. ágúst.

Dráttarvextir geta aðeins breyst tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert, og haldast því óbreyttir í 26,5%.