Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur aukist um fimm prósentustig frá kosningum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Fylgi Vinstri grænna mælist tæplega 21% - en flokkurinn hlaut 16% atkvæða í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunninni en hann mælist með 28% fylgi, sem er einu prósentustigi minna en hann hlaut í kosningum.

Píratar mælast með ívið minna fylgi en þeir hlutu í kosningum, en fylgi þeirra mældist 13,7% en flokkurinn hlaut 14,5% atkvæða í kosningum.

Framsóknarflokkurinn og Viðreisn dala miðað við niðurstöður Þjóðarpúlsins. Framsókn mælist nú með 9% fylgi en flokkurinn hlaut 11,5% í Alþingiskosningnum. Viðreisn mælist með 8,9% en hlaut 10,5% í kosningunum.

Björt framtíð bætir við sig frá kosningum en nú mælist flokkurinn með 8,6% - hann hlaut hins vegar 7,2% í kosningunum. Samfylkingin mælist með 5,3% fylgi.

Heildarúrtak var 5.207 manns og var þátttökuhlutfall 57,9%.