Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík lagði það til í borgarráði í morgun að útsvar Reykjavíkurborgar yrði hækkaði í hæsta mögulega hlutfall sem sveitafélögum er heimilt, 13,28%.

Tillagar er svohljóðandi; „Borgarráð samþykkir að hækka álagningarhlutfall útsvars úr 13,03% í 13,28% af tekjum einstaklinga í Reykjavík og fullnýta þannig útsvarsheimildir borgarinnar“ en henni ar vísað til Borgarstjórnar.

Í greinagerð með skattahækkunartillögur Þorleifs segir að ljóst sé að annað árið í röð sem mikill niðurskurður í rekstri borgarinnar. Velferðarmál, menntamál, leikskólamál, atvinnumál og málefni frístundaheimila séu dæmi um málaflokka sem líða vegna þessa niðurskurðar.

„Ákvörðun meirihlutans við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar um að fullnýta ekki heimild til útsvarshækkunar hefur nú þegar skaðað þessa mikilvægu málaflokka og verði leikurinn endurtekinn mun Reykjavíkurborg tapa umtalsverðum upphæðum til viðbótar,“ segir Þorleifur í greinagerð sinni.

„Útsvarshækkun upp á 0,25% getur leitt til um 700 milljóna króna tekna fyrir borgina, en myndi auka skattbyrði einstaklings með 6 milljóna króna árslaun 15.000 krónur á ári.“