„Sem annar stærsti flokkur landsins og ábyrgt stjórnmálaafl getum við ekki skellt í lás á fyrir fram ákveðna flokka í stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon í samtali við Morgunblaðið.

„...við í VG [munum] sjálfsagt ekki skorast undan ábyrgð þó að áherslur okkar og Sjálfstæðisflokksins séu fjarlægar hvor annarri.“

Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins hefur talað skýrt fyrir samstarfi til vinstri en hún og Barni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins töluðu síðast saman síðastliðinn fimmtudag.

„Katrín hins vegar heldur á þessum viðræðum og sjálfur er ég afar sáttur við að vera kominn á hliðarlínuna,“ segir fyrrverandi formaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.

„Mér finnst líklegt að viðræðurnar um myndun ríkisstjórnar gætu tekið talsverðan tíma, því fulltrúar sumra flokka fara bratt í hlutina og ætla sér greinilega stóra hluti.[...]Okkur í VG væri heldur enginn vandi á höndum í stjórnarandstöðu gagnvart væntanlega veikum stjórnarmeirihluta.“