Vinstri græn mælast nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 21,8%. Þar á eftir mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins 21,1%. Gagnaöflun stóð yfir dagana 6. til 11. október 2017. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa tapað fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 28. september 2017 en þá mældust Vinstri græn með 24,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5% fylgi.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 13,0% en það er aukning upp á 3 prósentustig frá síðustu mælingu. Miðflokkurinn mælist með stuðning 10,7% kjósenda og mælist þar með stærri en Píratar, Flokkur fólksins og Framsóknarflokkurinn. Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Kváðust 21,8% styðja ríkisstjórnina samanborið við 22,5% í síðustu könnun.

  • Fylgi Vinstri grænna mældist 21,8% og mældist 24,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,1% og mældist 23,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,0% og mældist 10,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,7% og mældist 7,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 10,5% og mældist 10,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 7,4% og mældist 8,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknar mældist nú 5,9% og mældist 6,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 4,2% og mældist 2,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 3,6% og mældist 4,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,8% samanlagt.