Vinstri grænir hafa bætt við sig 3,8 prósentustigum frá því um miðjan janúar og mælast þeir nú með 27,0% fylgi í nýjustu könnun MMR.

Mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú næststærstur með 23,8%, Píratar með 13,6%, Framsóknarflokkurinn með 9,7%, Samfylkingin með 7,8%, Viðreisn með 5,6% og Björt framtíð með 5,3%.

Af flokkum sem ekki komust inn á þing mælist Flokkur fólksins stærstur með 3,6% en aðrir flokkar mældust undir 2%. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 32,6%.