Vinstrihreyfingin - grænt framboð verður af 156,4 milljónum króna sem ríkissjóður úthlutar flokknum á kjörtímabilinu vegna fylgistaps í Alþingiskosningunum um síðustu helgi. Fjárframlög til flokkanna fara eftir fylgi þeirra og munu því fráfarandi stjórnmálaflokkar verða af verulegum fjárhæðum. Flokkarnir fá greitt úr ríkissjóði hvort sem þeir náðu að tryggja sér þingsæti eður ei en viðmiðið er 2,5% atkvæða í kosningunum.

VG tapaði helmingi fylgsins frá þarsíðustu þingkosningunum um síðustu helgi, fékk 10,9% atkvæða og náði aðeins að tryggja sér helming þeirra þingsæta sem flokkurinn hafði áður eða sjö í stað 14.

Á síðasta kjörtímabili fékk VG samtals 308 milljónir króna en mun á næstu fjórum árum fá að óbreyttu 152 milljónir króna. Munurinn er 156,4 milljónir króna.

Nánar er fjallað um fjárframlög til stjórnmálaflokkanna í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .