Á flokksráðfundi Vinstri grænna sem haldið var nú um helgina var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda eigi að miða að því að leysa þjóðina undan samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins fljótt og auðið er.

Orðrétt segir í stjórnmálaályktun VB: „Flokksráðsfundur VG, haldinn í Reykjavík dagana 25.-26. júní 2010, skorar á ríkisstjórnina að leggja fram efnahagsáætlun sem tryggir félagslegan jöfnuð, efnahagslegan stöðugleika, forræði þjóðarinnar yfir auðlindum landsins og sjálfbæran vöxt efnahagslífsins. Í efnahagsáætluninni eiga m.a. að koma fram aðgerðir sem leysa þjóðina undan samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og fljótt og auðið er."